Markmið Pure Natura er að framleiða hágæða bætiefni og matvæli úr íslensku hráefni: innmat og kirtlum úr íslenskum lömbum og villtum jurtum. Vörurnar innihalda engin aukaefni, soja, gluten, sykur, erfðabreytt efni eða mjólk. Vörurnar eru einnig lausar við hvers kyns skordýraeitur, plöntuvarnarefni, lyfjaleifar, hjálparefni og tilbúinn áburð.

 

Vörur frá Pure Natura

NÆRING – Næringaruppbót

Næring inniheldur íslenska lambalifur, og er einhver næringarríkasta fæða sem völ er á – sannkölluð ofurfæða. Hún er m.a. ein besta uppspretta A, B og D-vítamína auk þess að innihalda önnur vítamín, stein- og snefilefni. Í henni er að finna K og E vítamin, kopar, kalíum,magnesíum, fosfór og mangan. Hún er einnig sérlega járn- og koparrík og inniheldur andoxunarefnið Q10, mikilvægar fitusýrur (EPA, DHA AA) og hágæðaprótein.
NÆRING hentar vel sem fæðubót með almennu mataræði og fyrir íþróttafólk.

Pure Natura Pure power nutrition liver heart organs food supplement Pure Nutrition fæðubótarefni

Þú færð NÆRINGU hér!

HREINSUN – Lifrarstyrkjandi

HREINSUN er einstök blanda úr íslenskri lambalifur og íslenskum villijurtum ætluð til að styrkja lifur og styðja við lifrarstarfssemi. HREINSUN inniheldur mikið magn fæðuunninna, auðnýtanlegra næringarefna fyrir lifrina. Sérvaldar, handtýndar villijurtir, sem nýttar hafa verið um aldir og þekktar eru af jákvæðum áhrifum á lifur og lifrarstarfssemi, veita frekari stuðning.

HREINSUN er bætiefni fyrir þá sem vilja styðja við lifrarstarfssemi sína daglega eða jafnvel stöku sinnum eftir neyslu óæskilegs mataræðis, lyfja, áfengis ofl.

Pure Natura Pure power nutrition liver heart organs food supplement

Þú færð HREINUN hér!

 

JAFNVÆGI – Hjartastyrkjandi

Blandan JAFNVÆGI inniheldur íslensk lambahjörtu og villijurtir og sameinar á einstakan hátt stuðning við hjarta og æðakerfi með hreinni næringu og sérvöldum jurtum. Blandan inniheldur fjölda góðra næringarefna fyrir hjartað s.s. Co-ensím Q10 auk amínósýra sem nauðsynlegar eru fyrir heilbrigðan tengivef, liðamót og meltingarveg.
JAFNVÆGI er bætiefni fyrir alla þá sem vilja hugsa vel um/gera vel við hjartað sitt.

Pure Natura Pure power nutrition liver heart organs food supplement

Þú færð JAFNÆGI hér!

ORKA – Aukinn kraftur

Þessi magnaða orkusprengja er unnin úr hjörtum, lifur, burnirót og hvítlauk, en þetta er matur sem vantar að mestu í nútíma mataræði. Hver belgur af þessari öflugu blöndu inniheldur gnægð nauðsynlegra næringarefna í miklum gæðum og á formi sem líkaminn getur auðveldlega nýtt sér til viðhalds og orkuframleiðslu.

ORKA er bætiefni fyrir orku og lífskraft og hentar sérstaklega vel fyrir þá sem stunda miklar íþróttir.

Pure Natura Pure power nutrition liver heart organs food supplement Pure Power fæðubótarefni

Þú færð ORKU hér!

 

Shopping cart
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart