ALGENGAR SPURNINGAR

Eru vörurnar frá Pure Natura vottaðar lífrænar?

Nei, ekki lokavörurnar, en einstök innihaldsefni geta verið lífrænt vottuð. Lambakjöt á Íslandi er almennt ekki með lífræna vottun nema frá örfáum búum. Aðrir sauðfjárbændur halda fé sitt með þeim hætti sem gert hefur verið í gegnum tíðina, notast við áburðargjöf á tún sín sem ekki leyfir lífræna vottun.

Flest sauðfé er rekið á fjall yfir sumartímann þar sem það lifir á þeim gróðri sem þar er að finna og dilkakjötið nánast eins og af villibráð. Því fé sem ekki fer á fjall er beitt á heimalönd og heilt yfir eru dilkar allir grasfóðraðir. Að hausti er lömbunum slátrað – þá eru þau 3ja-4ra mánaða gömul.
Bændasamtök Íslands hafa látið hanna fyrir sig sérstakt merki sem undirstrikar þessa sérstöðu Íslensks lambakjöts – þ.e. að féð gangi laust í náttúrunni, sé grasfóðrað og hafi aðgang að villigróðri og hreinu vatni eins og það vill. Merkið er ákveðinn gæðastimpill fyrir Íslenskt lambakjöt og afurðir unnar úr þessu hráefni. Þetta merki sést hér að neðan.
Pure Natura er í samvinnu við Bændasamtök Íslands og fær afnot af merkinu með vörum sínum.

Icelandic lamb
https://icelandiclamb.is
Pure Natura notar íslenskar jurtir og grös í vörur sínar, hvar sem því verður við komið. Íslensku jurtirnar vaxa villtar úti í náttúrunni fjarri landbúnaðarlandi eða öðrum stöðum þar sem óæskileg efni gætu verið til staðar. Þær jurtir sem ekki vaxa villtar á Íslandi og ekki er hægt að fá ræktaðar þar, eru fengnar erlendis frá, lífrænt vottaðar. Þetta á t.d. við um hvítlaukinn sem notaður er í POWER.

Eru einhver varnarefni s.s. skordýraeitur, illgresiseitur, áburður eða önnur eitur notuð á þær jurtir og grös sem notuð eru í vörur Pure Natura?

Nei ! Engin slík efni eru notuð í hráefni nýtt í vörur Pure Natura.

Hvað með sýklalyf, hvernig er hægt að vera viss um að innmaturinn innihaldi engin slík efni?

Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun Evrópu og The National Goverments of US, Ástralíu og Nýja-Sjálands, er notkun sýklalyfja í landbúnaði á Íslandi með því allra lægsta sem þekkist. Aðeins Noregur mælist með örlítið minni notkun. Heilbrigðiseftirlit með sláturdýrum er einnig virkt og íslenskir bændur meðvitaðir um biðtíma sláturdýra í kjölfar sýklalyfjameðferðar. Þetta þýðir að innmatur úr lömbum sem notaður er í bætiefnin okkar er einhver sá hreinasti sem hægt er að fá í heiminum í dag.

Eru Pure Natura fæðuunnu bætiefnin sambærileg við tilbúin fjölvítamín framleidd úr einangruðum vitamínum og öðrum efnum?

Það má segja að þau eigi meira sameiginlegt með raunverulegum, næringarríkum mat, þar sem þau eru unnin úr samþjappaðri, þurrkaðri fæðu. Vítamín, steinefni og önnur efni sem finnast í þessum bætiefnum eru ekki einangruð. Þau eru mjög flókin að uppbyggingu og sameina fjölda ensíma, kóensíma, andoxunarefna, snefilefna, hvata og margra annarra óþekktra og óuppgötvaðra þátta, sem allir vinna í samvirkni, til að gera þessu vítamínsambandi kleift að vinna starf sitt í líkamanum.

Mörg þeirra eru póteinbundin, t.d. járn, sem er á formi sem kallast heme-járn. Það er auðupptakanlegra og nýtist mun betur en annað form af járni.
Þar sem Pure Natura bætiefnin eru unnin úr raunverulegum mat þekkir líkaminn þau.
Fæðu unnin bætiefni veita næringarjafnvægi á meðan verksmiðjuframleidd, tilbúin vítamín geta valdið eituráhrifum og ójafnvægi vítamína og annarra efna í líkamanum.

Er hægt að taka Pure Natura fæðuunnu bætiefnin í staðinn fyrir tilbúin fjölvítamín?

Klárlega. Við teljum innmatinn vera hið fullkomna fjölvítamín náttúrunnar!

Er í lagi að taka önnur fæðubótarefni meðfram Pure Natura fæðubótarefnunum?

Við ráðleggjum að sleppa inntöku á annarri fæðubót sem inniheldur A vítamín samhliða inntöku á þeim bætiefnum sem innihalda lambalifur. Ekki er heldur nauðsynlegt að taka B-vítamín eða járn með Pure Natura bætiefnum. Allt í lagi er að taka C-vítamín eða önnur andoxunarefni, Omega 3 og D-vítamín.
Við mælum þó alltaf með því að fólk ráðfæri sig við sinn lækni eða næringarráðgjafa eða um þessi mál.

Innihalda Pure Natura bætiefnin glútin, mjólkursykur (laktósa), soja, litarefni, bragðefni, fylliefni eða bindiefni?

Nei, ekkert slíkt. Það er engu bætt í og ekkert tekið úr nema vatn.

Á hvaða formi eru Pure Natura bætiefnin – dufti, töflum eða hylkjum?

Bætiefnin koma í gelatin hylkjum framleiddum úr jurtameðmi (hypromellose). Hægt er að opna hylkin, vilji fólk frekar taka efnin inn á þann hátt.

Er óhætt að nota Pure Natura bætiefnin sem fæðubót yfir langan tíma?

Langtímanotkun er í góðu lagi svo lengi sem haldið sig innan ráðlagra dagskammta í notkun. Einnig mælum við með að taka til skiptis mismunandi tegundir af Pure Natura bætiefnunum sem innihalda mismunandi efnasamsetningar og fá þannig inn fjölbreytni.

Er í lagi að opna hylkin og taka innihaldið inn á því formi t.d. bæta því saman við mat, frekar en að gleypa hylkin heil?

Já. Ef bætiefnin eru tekin inn í duftformi er hægt að blanda þeim í hristinga, grauta, oþh. og þau nýtast fyrir þá sem ekki geta gleypt töflur.

Er eitthver ákveðin formúla fyrir því hvernig best er að taka inn Pure Natura bætiefnin?

Það er engin ein formúla sem hentar einum. Við hvetjum þig til að prófa mismunandi tegundir af vörunum frá Pure Natura og sjá hvað hentar þér best. Það má einnig blanda saman mismunandi blöndum eins og ORKA og HREINSUN eða NÆRING og JAFNVÆGI

Hvernig er hægt að fullyrða að bætiefnin séu ekki menguð af erfðabreyttu efni?

Á Íslandi er engin ræktun á erfðabreyttu fóðri utandyra, svo það er engin hætta á erfðamengun í plönturnar sem notaðar eru. Lömbin sem innmaturinn í vörurnar er nýttur úr, eru eingöngu fóðruð á grasi og villijurtum og ekki á fóðurbæti eða öðru fóðri sem hugsanlega gæti innihaldið erfðabreytt efni.

Einnig hafa samtök sauðfjárbænda á Íslandi samþykkt að sauðfjárrækt skuli vera algerlega laus við erfðabreytt fóður.
Ísland hefur mikla sérstöðu þegar kemur að hreinleika, hverskonar mengun er fátíð – sérstaklega á útjörð og til fjalla.

Því er hægt að segja með vissu að bætiefnin okkar eru eins hrein og laus við hvers kyns mengun eða framandi efni og verða má. Vinnsluferlið er afar milt og framkallar ekki mengandi efni.

Hvernig getið þið fullyrt að varan ykkar sé jafn góð og þið haldið fram?

Vegna þess að gæði hráefnisins og milt vinnsluferlið stuðla að því, að úr verður einstök vara, sem ekki er að finna nein staðar annars staðar í heiminum eða á bætiefnamarkaðnum. Þessi fullyrðing er einnig studd reynslusögum okkar sjálfra og annarra neytenda.

Hvernig tryggið þið að jurtirnar sem notaðar eru í vörurnar séu öruggar og hreinar?

Með því að nota einungis jurtir og plöntur sem vaxa villtar í hreinni íslenskri náttúru. Þær eru lausar við hvers konar mengun. Þar sem því verður ekki við komið að fá íslenskar jurtir (t.d. hvítlaukur) er notast við lífrænt vottaðar innfluttar jurtir með öruggan uppruna. Við kaupum engar jurtir frá Kína.

Hver eru algengustu innihaldsefni Pure Natura bætiefnanna?

Innmatur úr íslenskum lömbum er meginuppistaða allra Pure Natura bætiefnanna. Önnur innihaldsefni eru: blóm, blöð, fræ og rætur ýmissa heilsujurta sem allfelstar vaxa á Íslandi.

Hvaða bindiefni er notað í Pure Natura bætiefnin?

Ekkert. Það eru engin aukaefni, bindiefni, fylliefni eða önnur slík efni notuð. Belgirnir innihalda einungis innmat, jurtir og plöntur.

Hvar er fyrirtækið Pure Natura staðsett?

Það er staðsett á Sauðárkróki

Hvaðan fær Pure Natura þær plöntur og jurtir sem eru notaðar í vörurnar?

Meirihluti þeirra vex villtur hér á Íslandi. Plönturnar og jurtirnar sem ekki geta vaxið hér eru pantaðar frá áreiðanlegum lífrænum birgjum og bændum. Við notum engar plöntur eða jurtir sem eru upprunnar frá Kína.

Hvaðan fær Pure Natura innmat í vörur sínar ?

Innmaturinn kemur frá sláturhúsi KS á Sauðárkróki.

Er innmatur slæmur fyrir þá sem þjást af þvagsýrugigt?

Við ráðleggjum þeim sem þjást af þvagsýrugigt að neyta ekki innmatar fyrr en náðst hefur full stjórn á sjúkdómnum. Innmatur getur verið slæmur fyrir þá sem eru með þvagsýrugigt vegna þess að hann inniheldur mikið magn af púríni, sem getur komið af stað þvagsýrugigtarkasti. Hins vegar er innmatur góður fyrir heilsu almennt, vegna þess hversu ríkur hann er af næringarefnum s.s. vitamínum, steinefnum og góðum fitum – sem gætu hindrað frekari þvagsýrugigtarköst síðar.

Er ráðlagt fyrir einhverja að forðast að neyta innmatar og þar með Pure Natura bætiefnanna?

Já, þeir sem hafa ofhleðslu af járni og kopar í blóði sínu ættu að íhuga að takmarka járnríka fæðu að minnsta kosti tímabundið, sem og þeir sem þjást af þvagsýrugigt.
Innihaldsefnin sem eru í Pure Natura bætiefnunum eru hráfæði. Þeir sem af einhverjum ástæðum eru viðkvæmir fyrir hráu kjöti ættu því að sleppa inntöku. Þetta á t.d. við um krabbameinssjúklinga í ónæmisbælandi meðferð og hugsanlega ófrískar konur.

Hvar eru vörur Pure Natura fáanlegar

Það er alltaf hægt að panta vörurnar okkar gegnum netverslunina á þessari vefsíðu. Síðan eru vörurnar einnig fáanlegar í öllum betri matvöruverslunum og fleiri stöðum. Sjá upplýsingar undir hlekknum “söluaðilar” á forsíðu.

ATHUGIÐ: 

Fæðubótarefnum er ekki ætlað að meðhöndla, sjúkdómsgreina, draga úr, koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma. Í sumum tilfellum geta fæðubótarefni haft óæskilegar afleiðingar, sérstaklega ef þau eru tekin fyrir uppskurði/aðgerðir eða samhliða öðrum fæðubótarefnum eða lyfjum eða ef um er að ræða ákveðið sjúkdómsástand.

Látið fagmenn um að sjúkdómsgreina veikindi og forðist að sjúkdómsgreina það sjálf. Vinnið með heilbrigðisstarfsmönnum að því að finna út hvernig vænlegast sé að ná sem bestri heilsu. Einnig er gott að bera undir þá áður en tekin er fæðubótarefni, sérstaklega ef þau eru tekin samhliða öðrum bætiefnum eða lyfjum.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart