Tækniþróunarsjóður styrkir þróunarverkefni Pure Natura

Pure Natura hefur í dag skrifað undir 20 milljóna króna samning um áframhaldandi þróun fæðuunninna bætiefna úr hliðarafurðum sauðfjárafurða. Styrkurinn, sem veittur er af Tækniþróunarsjóði, nær til tveggja ára og er markmiðið með honum að finna a.m.k. fjögur ný hráefni úr íslenskum lömbum sem nýta megi í fæðubótarframleiðslu og þróa úr þeim hágæða vörur í takt við þær vörur sem fyrirtækið framleiðir í dag. MATÍS er samstarfsaðili Pure Natura í verkefninu, enda mikil þekking og reynsla þar sem svo sannarlega mun koma verkefninu vel.

Við hjá Pure Natura viljum þakka Tækniþróunarsjóði kærlega fyrir traustið og hlökkum til samstarfsins við MATÍS.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart