Í gegnum tíðina hafa konur gefið og gætt lífs með þeirri ábyrgð og virðingu sem því fylgir. Það var að mestu þeirra starf að vinna heilnæma næringu úr því hráefni sem til boða stóð á hverjum tíma og halda fjölskyldumeðlimum á lífi og við heilsu gegnum næringu, með grösum og umhyggju. Í feðraveldi síðustu nokkurra þúsund ára, þar sem karllæg gildi hafa ráðið ríkjum, hefur ýmsum verðmætum kvenlægum gildum verið ýtt til hliðar fyrir önnur áþreyfanlegri, s.s.peninga. Matvælaframleiðslan var iðnvædd og að mestu tekin út af heimilunum og umönnun og heimilishald færðist niður á við í virðingar-stiganum. Í seinni tíð hefur frumframleiðsla í vaxandi mæli verið tekin úr höndum bænda og sett í hendur stórfyrirtækja. Markmið þeirra er að skila hagnaði og þau framleiða því með ýmsum aðferðum þann mat, sem best selst og mest fæst fyrir. Gallinn er að það er ekki endilega sá matur sem hollastur er fyrir fólk, til að viðhalda lífi og heilsu.  Afleiðingar þessa eru margvíslegar, m.a. lélegra mataræði á mjög mörgu fólki og vannæring hjá stórum hópum fólks s.s. aldraðra, aukning á krónískum sjúkdómum, slæm meðferð á móður jörð við matvælaframleiðslu stórfyrirtækja og verkssmiðjubúa, mengun, matarsóun, minni samfélagsleg ábyrgð og ósjálfbærni.

Um þetta erum við hjá Pure Natura mjög meðvitaðar og hyggst fyrirtækið hafa aðra og betri stefnun að leiðarljósi. Það er í senn mjög yfirgripsmikil og djörf ákvörðun, en að sama skapi ákaflega einföld, lítillát og sjálfsögð: Við lítum til Móður náttúru. Í því stórkostlega, heildræna og sjálfbæra kerfi er allt sem til fellur nýtt og engu sóað.  Við þurfum að rifja upp að við erum hluti af náttúrunni og sem slík verðum við að tileinka okkur þetta viðhorf og betri vinnubrögð, horfa til hennar og læra, en aðeins þannig munum við komast úr þeim ógöngum sem við höfum ratað í vegna fáfræði, hroka og græðgi.

Við teljum að kvenlæg gildi þurfi til að breyta þessari stefnu og að konur muni leiða þá vegferð. Það þurfa þær að gera með hverjum þeim hætti sem í boði er, hversu smátt sem það kann að sýnast.

Framlag Pure Natura er fjölþætt. Við breytum úrgangi í auðlind með því að nýta innmat sem fellur til við dilkaslátrun og er vannýttur til manneldis núorðið. Við framleiðum úr honum verðmæt bætiefni. Þó í stóru myndinni sé þetta kannski ekki  risaskref, þá er þetta þó allavega skref í rétta átt og hvert ferðalag byrjar jú á einu slíku. Fullnýting hráefnis í landbúnaði þarf að verða að veruleika sem allra fyrst og þetta er vissulega innlegg í það.

Við slátrun búfjár hér áður fyrr var skepnan nýtt til fullnustu. Sauðkindin hélt lífi í fólki í gegnum aldirnar á Íslandi og sauðaþjófar voru drepnir – svo alvarlegt þótti brot þeirra. Má af því sjá hversu verðmæt hver skepna var eiganda sínum. Allur innmatur; hjörtu, lifur, blóð, heili, garnir ofl. var nýtt til manneldis og restin í annað. Ömmur okkar og aðrar formæður bjuggu til slátur – og flest þekkjum við ennþá blóðmör og lifrarpylsu en líka var búið til ýmislegt annað t.d. lifrarbollur, blóðgrautur og heilastappa sem færri hafa smakkað. Í dag er þessi matur af ýmsum ástæðum á leiðinni út af matarborðum fólks, sé hann ekki farinn þaðan nú þegar. Þannig breytast tímarnir og matarvenjurnar og svo sem ekkert við því að gera, annað en að reyna að breytast með.  En hér er á ferð mikil sóun á verðmætri næringu sem af ýmsum ástæðum er ekki ásættanleg.  Sé ekki hægt að koma þessum næringarríka og einstaka mat í mannskapinn eftir hefðbundnum leiðum er tímabært að upphugsa nýjar. Í fiskiðnaðnum erum við komin langt í fullnýtingu, en þurfum að taka okkur á þegar kemur að sláturiðnaðnum.

Við hjá Pure Natura ákváðum að taka þessari áskorun og flétta saman gamalli hefð og nýrri þekkingu. Við bjuggum til fyrirtæki sem hefur visku, ábyrgð og hyggjuvit formæðra okkar að leiðarljósi í bland við gjafir móður náttúru úr dýra- og jurtaríkinu. Ofan á allt kemur stór skammtur af umhyggju fyrir lífinu í sinni stóru og  flóknu mynd.

Það eru nokkur lykilatriði sem við höfum í huga: Virðing, sanngirni, sjálfbærni, samfélagsleg ábyrgð, jafnvægi og heilbrigða skynsemi.  Sýnin okkar er, að allir sem að verkinu koma hafi hag af rekstrinum, þannig græði í raun heildin mest þegar upp er staðið. Ef allt gengur eftir er þessi útfærsla til bóta fyrir skepnurnar (dýravelferð), bóndann (hærra afurðaverð), sláturleyfishafann (minni förgunarkostnaður), umhverfið (minni vatns og jarðvegsmengun), kaupanda vörunnar (bætt heilsa og aukin lífsgæði), samfélagið (atvinna/skattar) og fyrirtækið (arður).

Pure Natura var stofnað af konum á svæði sem býr við fólksfækkun, sem að stórum hluta má rekja til þess að kvennastörf vantar. Það munar um fyrirtæki sem hefur það á stefnuskrá sinni að veita konum atvinnu.  Við viljum sýna frumkvæði og vera fyrirmynd fyrir aðra í fyrirtækjarekstri með því að sýna að það sé hægt að reka fyrirtæki á win-win grunni.

Þó það sé ákveðin áskorun í því fólgin að gefa sig út fyrir að vera ,,með” lífinu annars vegar og vinna með hráefni sem verður til við slátrun hins vegar, er það þó hluti af þeirri hringrás sem allt líf gengur útá og ögrandi verkefni að láta ganga upp.

Fræin sem við höfum sáð eru lítil, en við vinnum að því af einlægni að þau nái að festa rætur, blómstra fallega og bera ríkulegan ávöxt.

Sprotafyrirtækið (skemmtilegt orð og ekki valið út í bláinn) Pure Natura er búið að spíra, jarðvegurinn er til staðar og sprotar byrjaðir að vaxa. Við þökkum ykkur sem kaupið vörurnar okkar, það gerir fræjunum okkar kleyft að fá vökvun, geta spírað, blómstrað og borið ávöxt.

 

STEFNA

Stefna Pure Natura er að stuðla að bættri heilsu fólks um allan heim, með því að verða leiðandi framleiðandi fæðuunninna vítamína og fæðubótaefna úr hágæða/heimsklassa hráefnum þar með töldum innmat og kirtlum úr íslenskum lömbum og villtum íslenskum jurtum.

 

Gildi

Gildin okkar eru hreinleiki, gæði, öryggi og fagmennska.

Til að tryggja öryggi neytenda notum við einungis hágæða íslenskt hráefni í framleiðsluvörur okkar. Við nýtum innmat og kirtla úr íslenskum lömbum sem alin eru við bestu mögulegar aðstæður þ.e. dýrum sem einungis eru alin á fersku grasi og jurtum í afréttum landsins. Hreinleiki íslenskrar sauðfjárframleiðslu gerir það að verkum að okkar vörur eru án skordýraeiturs, hormóna, sýklalyfa né eru þau alin á erfðabreyttu fóðri á líftíma sínum.

Af sömu ástæðu nýtir Pure Natura aðeins sérvaldar handtýndar íslenskar villijurtir í framleiðslu sína. En þannig tryggjum við að jarðvegurinn þar sem jurtirnar vaxa sé hreinn og ómengaður.

Við leggjum okkur fram við að byggja vöruþróun okkar á nýjustu fræðum á sviði næringarfræði, hómópatíu og læknavísinda. Einnig nýtum við eftir fremsta megni nýjustu tækni við alla framleiðsluferla okkar, þó hugmyndafræðin á bak við vörurnar sé byggð á ævafornum grunni.

SÝN

Pure Natura ætlar að verða leiðandi framleiðandi hágæða fæðubótaefna og markfæðis í heiminum með því að:
• Nýta aðeins hágæða hráefni í allar vörur sínar sem lausar eru við öll aukaefni
• Stuðla að bættri heilsu almennings í gegnum náttúrulega ofurfæðu
• Stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu
• Fylgjast með og nýta nýjustu tækni og vísindi á sviði matvælaframleiðslu og næringarfræði
• Veita yfirburðar þjónustu

 

Gildi

Gildin okkar eru hreinleiki, gæði, öryggi og fagmennska.

Til að tryggja öryggi neytenda notum við einungis hágæða íslenskt hráefni í framleiðsluvörur okkar. Við nýtum innmat og kirtla úr íslenskum lömbum sem alin eru við bestu mögulegar aðstæður þ.e. dýrum sem einungis eru alin á fersku grasi og jurtum í afréttum landsins. Hreinleiki íslenskrar sauðfjárframleiðslu gerir það að verkum að okkar vörur eru án skordýraeiturs, hormóna, sýklalyfa né eru þau alin á erfðabreyttu fóðri á líftíma sínum.

Af sömu ástæðu nýtir Pure Natura aðeins sérvaldar handtýndar íslenskar villijurtir í framleiðslu sína. En þannig tryggjum við að jarðvegurinn þar sem jurtirnar vaxa sé hreinn og ómengaður.

Við leggjum okkur fram við að byggja vöruþróun okkar á nýjustu fræðum á sviði næringarfræði, homópatíu og læknavísinda. Einnig nýtum við eftir fremsta megni nýjustu tækni við alla framleiðsluferla okkar þó hugmyndafræðin á bak við vörurnar sé byggð á ævafornum grunni.

Sýn

Pure Natura ætlar að verða leiðandi framleiðandi hágæða fæðubótaefna og markfæðis í heiminum með því að:
• Nýta aðeins hágæða hráefni í allar vörur sínar sem lausar eru við öll aukaefni
• Stuðla að bættri heilsu almennings í gegnum náttúrulega ofurfæðu
• Stuðla að sjálfbærri matvæla framleiðslu
• Fylgjast með og nýta nýjustu tækni og vísindi á sviði matvælaframleiðslu og næringarfræði
• Veita yfirburðar þjónustu

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart