Kostir lambs sem hráefnis

Hreinleiki íslenskra sauðfjárafurða á heimsmælikvarða

Afurðir lamba sem fóðruð eru á 100% hreinu grasi innihalda umtalsvert magn Omega-3 fitusýra, en skv. upplýsingum af vefsíðu George Mateljan Foundation (George M. er höfundur bókarinnar The world´s Healthiest Foods) inniheldur slíkt kjöt um helming þess magns omega-3 fitusýra sem finna má í þorski eða túnfiski. Kjöt af grasfóðruðum lömbum inniheldur einnig hina dýrmætu og heilsusamlegu fitusýru CLA (Conjugated linoleic acid).

“Vaxandi fjöldi rannsókna sýnir að aukin inntaka CLA fitusýra fylgir bætt ónæmis-og bólgusvörun. Bætt beinþéttni, jafnari blóðsykur, minni líkamsfita og betra viðhald vöðvamassa. Nýlegar rannsóknir sýna að kjöt grasfóðraðra lamba inniheldur næstum tvisvar sinnum meira magn CLA en af lömbum sem fóðruð eru á korni. Kjöt lamba sem eru á beit yfir vor og sumarmánuði virðast einnig geyma meira af CLA fitusýrum en kjöt þeirra sem einungis eru á beit á haustin og veturna. Enn hærra innihald virðist einnig vera í kjöti lamba sem beitt er á afrétt og óræktuðu landi”.Sjá: World healthiest food

Grasfóðrað lambakjöt er framúskarandi góð uppspretta B12-vítamíns og Niacins en einnig annarra B-vítamína s.s. B1, B2, B6, folinsýru, biotin, pantothenic sýru og choline. Það er einnig góð uppspretta sinks og fosfórs.

Allar okkar framleiðslulotur eru prófaðar af óháðum rannsóknaraðila til að staðfesta gæði og heilnæmi vörunnar.  Vörur frá Pure Natura eru því lausar við alla þungmálma og eiturefni sem víða finnast í matvöru. Viðskiptavinir geta þannig treyst því að með því að kaupa vörur frá Pure Natura séu þeir að kaupa aðeins það besta.

Sjá nánar um næringaefnainnihald lambakjöts hér.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart