Að neyta innmatar og kirtla

Neysla á innkirtlum og líffærum í heilsubætandi tilgangi er ekki ný af nálinni, því í gegnum söguna hafa þau ásamt ýmsum öðrum hlutum sláturdýra verið nýtt í slíkum tilgangi. Oft hefur líkamshlutum dýra og fiska ekki verið neytt sem e.k. meðferð við veikindum, heldur var það áður almenn vitneskja að neysla þeirra hafði góð áhrif á heilsu og vellíðan neytandans og var þeirra einnig sérstaklega neytt í forvarnarskyni við ákv. kvillum.

Næringaríkasta fæða sem völ er á

Það er í raun ekki fyrr en alveg nýlega sem vinsældir slíks matar s.s. innmatar (hjörtu, nýru, lifur ofl.) hafa dalað í hinum vestræna heimi og í dag eru það fyrst og fremst vöðvar sláturdýra sem eru nýttir til manneldis. Þetta gerist þrátt fyrir þá staðreynd að líffæri sláturdýra sem alin eru á náttúrulegan hátt, fóðruð á grasi, kryddjurtum og vatni séu einhver næringarríkasta fæða sem völ er á. Þennan mat má réttilega nefna ofurfæðu og má búast við að fólk sem nærist á dæmigerðu vestrænu mataræði 21.aldar myndi njóta mjög góðs af því að bæta þar inn þessum mat, sem forfeður þeirra neyttu að jafnaði.

Nú gefst öllum þeim sem er umhugað um heilsuna en einhverra hluta vegna neyta ekki innmatar reglulega, tækifæri til að bæta þessari ofurfæðu í mataræði sitt án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort bragð eða áferð matarins samræmist smekk þeirra. Vörur Pure Natura eru frostþurrkaður innmatur, kirtlar og jurtir sem síðan eru sett í 500 mg hylki til að tryggja gæði og endingu.

Það er okkar ánægja að bjóða ykkur fæðubótaefni í allra hæsta gæðaflokki unnið úr heimsklassa hráefnum.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart