Ofur-næring

Líffæri sláturdýra sem alin eru á náttúrulegan hátt, fóðruð á grasi, kryddjurtum og vatni eru einhver næringarríkasta fæða sem völ er á. Í raun má segja að innmatur og kirtlar séu að jafnaði 10-100x næringaríkari en vöðvar. Þau innihalda mikið magn D, B, K og E vítamína. Einnig eru þau sérstaklega rík af kopar, magnesíum, járni, kalíum, fosfór. Allt á formi sem líkaminn þekkir og á auðvelt með að vinna. Innmatur er einnig ríkur af fitusýrunum EPA, DHA and AA (arachidonic acid), hágæða próteini, Q10 vítamíni auk fjöldan allan af óþekktum efnum. Til gamans má geta þess að sýnt hefur verið fram á það að lifur inniheldur óþekktan orkugjafa sem lengir úthald til muna og hefur hún því verið sérstaklega vinsæl meðal íþróttamanna. Einnig benda nýlegar rannsóknir til þess að aukning á K2 vítamíni (sem varla finnst í neinu mæli í vestrænu mataræði) geti minnkað líkur kalksöfnun í æðum við hjartað til muna, bætt tannheilsu, aukið beinþéttni og lækkað verulega tíðni blöðruhálskirtilskrabbameins. Sjá nánar hér.

Það er ekki sama hvaðan gott kemur

En ekki eru öll sláturdýr alin á sama hátt og er hreinleiki afurðanna nauðsynlegur til að tryggja virkni og skaðleysi. Líffæri þeirra dýra sem alin eru á erfðabreyttu fóðri og öðru ónáttúrulegu fóðri, neyta vaxtarhormóna og sýklalyfa eru ekki æskileg til neyslu. Auk þess geta slík líffæri innihaldið uppsöfnuð eiturefni, s.s. illgresis- og skordýraeitur, þungmálma og lyfjaleifar sem engum gerir gott að neyta.

Rannsóknir styðja kosti þess að neyta innmatar og kirtla

Nútíma vísindi hafa nú staðfest kosti neyslu umræddra kirtla, líffæra og vefja vegna óvenju mikils næringarefnainnihalds þeirra.

Mismunandi tilgátur eru uppi um hvernig nákvæmlega kirtlarnir/líffærin og efni úr þeim virka. Fyrir utan að innihalda mikið magn næringarefna eru uppi áhugaverðar tilgátur um virkni þeirra og vilja sumir meina að ákveðin kirtill eða líffæri hafi virkni í sambærilegum kirtli neytandans umfram annarstaðar í líkamanum. Aðal gagnrýnin gegn þeirri tilgátu hefur falist í þeirri fullyrðingu að þau brotni niður í meltingarveginum niður og hver önnur næring; í fitu, eggjahvítu og kolvetni og líkaminn breyti þeim í orku eða fitu. Því hafi þau litla getu til að hafa áhrif á sambærilegan kirtil eða vef í líkama neytandans. Reynsla jafnt og rannsóknir hafa þó sýnt fram á að próteinþættir úr kirtilvefjum sláturdýra nýtast samsvarandi líffærum neytandans sérstaklega og hefur jákvæð áhrif á líffærið. Þetta þýðir að t.d. nýru séu góð fyrir þá sem vilja gera vel við sín eigin nýru, hjörtu og lifur sömuleiðis og svo mætti áfram telja.   Sjá m.a rannsókn hér.

Nýtt frá örófi alda

Notkun innkirtla í dag er ekki ósvipuð því sem verið hefur í hundruð, jafnvel þúsundir ára því heimildir eru til um að faðir læknisfræðinnar Hippocrates, hafi notað kirtla til heilsubótar á þeim tíma er hann var uppi. Almennir læknar notuðu innkirtla frá upphafi 19. aldar og fram undir miðja 20.öld. Nútíma læknisfræði hóf að taka dýrakirtla alvarlega um 1920 þó þeir hafi verið notaðir löngu, löngu áður. Um miðja 20. öldina fóru lyfjafyrirtæki að framleiða stöðluð, tilbúin hormón, sem haldið var fram að virkuðu betur en extraktar/þykkni úr kirtlum. Þetta skapaði fyrirtækjum miklar tekjur og því voru miklir hagsmunir í húfi að koma í veg fyrir að notkun kirtlanna héldi áfram þar sem hún skapaði samkeppni. Óorði var komið á glandular extract therapiur, sem áður höfðu verið notaðar af þúsundum lækna á óteljandi fjölda sjúklinga og notkun þeirra lagðist að mestu af í vestrænni læknisfræði. Hún er þó enn einn af hornsteinum austurlenskrar lækninga s.s. kínveskra, Aurvediskra ofl. s.s. smáskammtalækninga.

Endurvakinn áhugi á neyslu innmatar

Á 21.öldinni hefur áhugi á notkun kirtlanna og líffæra/vefja hins vegar gengið í endurnýjun lífdaga bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og mörgum öðrum löndum og er gróskumikill markaður fyrir slíkar vörur meðal meðvitaðra neytenda og þeirra sem aðhyllast náttúruleg meðferðarform ý.k. í forvarnarskyni.

Kirtlar sem notast er við eru oftast úr nautgripum, svínum og sauðfé. Í dag eru þurrkaðir kirtlar, líffæri og vefir notað ýmist ein og sér, eða í blöndum – með eða án jurta.

Pure Natura framleiðir í dag bætiefni í allra hæsta gæðaflokki og nýtir til þess frostþurrkaðann innmat úr íslenskum lömbum auk jurta sem styðja og styrkja líkamann. Fyrirtækið framleiðir ekki eingöngu fyrir vörumerki Pure Natura heldur fyrir fleiri vörumerki um allan heim.

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart