AF HVERJU INNMATUR?
SANNKÖLLUÐ OFURFÆÐA
Innmatur eða líffæri dýra er ein næringarríkasta fæða sem til er. Þessi fæða er sannkölluð ofurfæða, sneisafull af fjölbreyttum vítamínum, steinefnum, hollum fitum, ensímum, nauðsynlegum amínósýrum og snefilefnum.
“Í samanburði við vöðvakjötið sem við þekkjum best og erum vön að borða, þá er innmaturinn eða líffærin töluvert ríkari uppspretta af nær öllum næringarefnum – þar með talið stórum skömmtum af B-vítamínum eins og: B1, B2, B6, fólínsýru (B9) og B12. Innmatur er einnig hlaðinn steinefnum eins og fosfór, járni, kopar, magnesíum, joði, kalsíum, kalíum, natríum, seleni, sinki og mangani ásamt því að innihalda mikilvæg fituleysanleg vítamínin – A, D, E og K. Innmatur er meira að segja þekktur fyrir að hafa eitt ríkasta magn af náttúrulegu D-vítamíni í samanburði við aðra fæðu. Innmatur er einnig einstaklega prótín ríkur og sneisafullur af hollum og nauðsynlegum fitusýrum eins og omega-3 (EPA og DHA) ásamt arakídonsýru.”
Markfæði er fæða sem kemur náttúrulega fyrir, þ.e. öll innihaldsefni eru náttúruleg en ekki smíðuð á tilraunastofu. Venjuleg holl matvæli geta talist markfæði t.d. ávextir, sýrðar og gerjaðar mjólkurvörur, grænmeti og fiskur.
Markfæði er heilsueflandi matur
Með auknum skilningi á tengslum mataræðis og heilsu, leggja sífellt fleiri neytendur áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir frekar en meðhöndlun við veikindum sem komast mætti hjá. Margir hafa líka breytt lífsstíl og mataræði til að komast hjá því að kaupa dýr lyf.
Krónískir sjúkdómar sem tengja má við óheilsusamlegan lífsstíl eru, auk þess að skerða lífsgæði, ákaflega kostnaðarsamir fyrir sjúklinginn sjálfan sem og samfélagið allt. Það er því full þörf á að reyna að sporna við óheilbrigðum lifnaðarháttum og ýta undir það sem eflt getur heilsu. Útfrá þessum staðreyndum hefur hugmyndin um markfæði og framleiðslu þess þróast síðust áratugi. Í dag er mikill vöxtur í þessari framleiðslu og markaðurinn fyrir markfæði talinn vera sú grein innan matvælaiðnaðarins sem vex hvað hraðast um þessar mundir.
Hugmyndafræðin á bak við Functional food fellur einkar vel að gildum Pure Natura og er höfð að leiðarljósi við framleiðslu og vöruþróun þeirra matvæla og bætiefna sem það framleiðir.