Lykilþættir heilbrigðis

Fólk sem tekur bætiefni gerir það til þess að fá viðbót við þau vítamín og/eða steinefni sem það fær úr venjulegum mat. En hversu vel nýtir líkaminn þessa viðbót? Viðfangsefni þessa blogs er einmitt að skoða nýtingu næringarefnanna úr bætiefnum. Upplýsingarnar eru teknar beint úr metsölubókinni Prescription for Nutritional Healing, sem skrifuð er af lækni og næringarfræðingi og hefur verið endurútgefin margoft, frá því hún fyrst kom út árið 1990.

Virkni vítamína

“Vítamín eru lífsnauðsynleg. Þau stuðla að góðri heilsu með því að stjórna efnaskiptum og aðstoða lífefnafræðilega ferla sem búa til orku við meltingu matar. Þau eru talin snefil-næringarefni vegna þess að líkaminn þarfnast þeirra í tiltölulega litlu magni samanborið við önnur næringarefni svosem kolvetni, eggjahvítu (prótín), fitu og vatn.

Ensím eru nauðsynleg efni fyrir mannslíkamann og leggja grunninn að starfsemi hans. Þau eru hvatar í efnahvörfum sem stöðugt eiga sér stað innan líkamans. Vítamín vinna með þessum ensímum sem hjálparhvatar, þannig að allar aðgerðir sem eiga sér stað innan líkamans geti gerst fljótt og örugglega.

Jafnvægi og samlegðaráhrif
Að taka vítamín og steinefni í réttum hlutföllum og í jafnvægi hvert við annað er mikilvægt til að rétt virkni allra vítamín náist. Sýnt hefur verið fram á með vísindarannsóknum, að einangrað vítamín eða steinefni í of miklu magni geti valdið sömu einkennum og skortur á því sama vítamíni eða steinefni. Til dæmis er sannað að háir skammtar af einangruðum B vítamínum valda skorti á öðrum B vítamínum. Sink verður einnig að taka í réttu magni. Sé það tekið í umframmagni, veldur það einkennum sinkskorts.

Samlegðaráhrif kallast það þegar blanda tveggja eða fleiri vítamína skapar sterkari vítamínvirkni en verður, ef efnin standa ein. Dæmi; til þess að bíoflavón geti unnið rétt (þau koma í veg fyrir marbletti og blæðingar í munni), verður að taka þau ásamt C-vítamíni.

Tilbúið samanborið við náttúrulegt
Tilbúin vítamín eru vítamín framleidd á rannsóknarstofum úr einangruðum efnum sem endurspegla hliðstæð vítamín sem finnast í náttúrunni. Þrátt fyrir að ekki sé umtalsverður efnafræðilegur munur á vítamíni sem finnst í matvælum og þeim sem búin eru til á rannsóknarstofu, innihalda náttúruleg bætiefni ekki önnur óeðlileg innihaldsefni. Bætiefni sem ekki eru merkt náttúruleg geta verið blönduð með kolatjöru, gervi litarefnum, rotvarnarefnum, sykri, sterkju, auk annarra aukefna. Við kaup þarf því að gæta að því, hvort slíki skaðleg efni séu til staðar. Eins þarf sá sem vítamínin kaupir að hafa í huga, að glas merkt “náttúrulegt vítamín” getur innihaldið vítamín sem ekki hefur verið unnin úr náttúrulegum matvælum.

Rannsóknir hafa sýnt að próteinbundin fæðuuppbót frásogast, nýtist og helst betur í vefjum en fæðuuppót sem ekki er próteinbundin. Vítamín og steinefni í matvælum eru bundin við prótein, fituefni, kolvetni og bioflavón “

Fæðuunnin bætiefni – Pure Natura
Við erum mjög ánægðar með að geta staðfest, að Pure Natura fæðuunnu bætiefnin standa undir væntingum viðskiptavina okkar og skora hátt þegar kemur að nýtingu. Þar sem þau eru unnin úr raunverulegum matvælum eru vítamín og steinefni próteinbundin og hafa þannig getu til að nýtast frumum líkamans bæði auðveldlega og náttúrulega. Mild vinnsluaðferðinn gerir það að verkum að ensím og önnur efni, sem til staðar eru frá náttúrunnar hendi, bæði í kjötvörunum og jurtunum, haldast óskemmd alla leið og skila hlutverki sínu sem lykilþættir í samvirkni og jafnvægi næringarefnanna. Niðurstaðan er mjög jákvæð; ánægðir viðskiptavinir sem finna mikinn mun til hins betra við inntöku og mælanlegur árangur úr blóðprufum fyrir og eftir upphaf inntöku.

Heimild:
Prescription for Nutritional healing by James F.Balch, MD & Phyllis A.Balch, C.N.C.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart