Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO) er járnskortur algengasti næringarefnaskortur í heiminum.
Járn gegnir ýmsum hlutverkum í líkamanum, en eitt aðalverkefnið og það sem það er þekktast fyrir, er að flytja súrefni til frumanna. Járn er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og fyrir virkni margra efnahvata sem taka þátt í efnaskiptum. Það er nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska heila barna og unglinga, það verndar líkamann fyrir áhrifum streitu og er nauðsynlegt fyrir sum boðefni í taugakerfinu t.d. dópamín.
Innmatur – uppspretta auðmeltanlegs járns
Til eru tvær tegundir af járni, svokallað hembundið járn og óhembundið járn. Hembundið járn fæst úr dökku kjöti og öðrum mat úr dýraríkinu en óhembundið járn kemur úr jurtaríkinu, mest úr kornvörum og dökku grænmeti. Hembundna járnið er auðmeltara en annað járn og nýtist mun betur. Af þeim dýraafurðum sem innihalda hvað mest af því er innmatur; blóð, lifur og hjörtu einkar góðir járngjafar. Fíkn í ákv. fæðutegundir, einkum sykur, getur orsakast af járnskorti.
Konur á öllum aldri fá yfirleitt of lítið járn
Járn er eina næringarefnið sem konur þurfa meira af en karlar, en á Íslandi er meðalneysla þess hjá ungum konum talsvert undir ráðlögðum dagsskammti. Ungbörn og unglingar sem vaxa hratt hafa einnig aukna þörf yfir járn og þarf því að passa uppá að þau líði ekki skort.
Langvarandi járnskortur kemur fram í blóðleysi og algengustu einkenni járnskorts eru þreyta og orkuleysi. Nauðsyn járns fyrir dópamín getur bent til tengingar við taugalíffræðileg vandamál og er uppi tilgáta um að járnskortur geti leikið hlutverk í ADHD og námserfiðleikum hjá börnum.
Skortur í landi allsnægta
Skortur á járni getur orsakast af ýmsu. Sum lyf s.s. ákv. gigtarlyf geta hindrað frásog járns úr fæðu og með tímanum valdið járnskorti. Konur á barneignaraldri, einkum þær sem fá miklar tíðablæðingar þjást oft af járnskorti, þeir sem ekki neyta kjötmetis, áfengissjúklingar, fólk með blæðingar frá melgingarvegi, blóðgjafar, aldraðir og aðrir sem neyta einhæfrar fæðu getur einnig skort járn.
Upptaka járns úr fæðu er mjög misjöfn og afar einstaklingsbundin og er talið að einungis 8% þess járns sem tekið er inn komist í blóðið. Mikil neysla gosdrykkja getur hamlað frásogi járns sem og sýrubindandi lyf, kaffi, te og kakó.
Best er að fá járn úr daglegu fæði, en ef það dugar ekki til, er lítið mál að bæta sér það upp með járnríkri fæðubót t.d. Pure Nutrition – lambalifur með hembundnu járni og öllum tilheyrandi ensímum og hjálparefnum, sem auðvelda frásog. Inntaka járns á þessu náttúrulega formi minnkar einnig líkur á meltingaróþægindum, sem oft fylgja tilbúnum járn-bætiefnum.