Um okkur

Gæðaframleiðsla fæðuunninna vítamína og fæðubótaefna sem unnin eru úr íslenskum innmat, kirtlum og villtum jurtum. 

Pure Natura ehf. er íslenskt sprotafyrirtæki sem stofnað var 2015 af Hildi Þóru Magnúsdóttur frumkvöðli, eftir að hugmynd hennar um þurrkun og nýtingu skjaldkirtla úr sláturdýrum vann til nýsköpunarverðlauna 2015. Síðan þá hefur fyrirtækið sótt sér styrki til þróunar á vörum sínum. Fyrirtækið var stofnað með það að leiðarljósi að framleiða bestu fáanlegu bætiefnin á markaðnum sem unnin eru úr innmat-og kirtlum sláturdýra í bland við villijurtir. Fyrirtækið nýtir aukaafurðir sem falla til við slátrun lamba á haustinn og byggir þannig sérstöðu sína á hreinleika íslenskra landbúnðarvara. Íslensk lömb eru alin á grasi frá fæðingu og ganga laus í afréttum alla sína ævi. Kjöt þeirra er án allra aukaefna svo sem sýklalyfja, hormóna og skordýraeiturs og skapa sér þannig sérstöðu sem varla þekkist annarsstaðar í heiminum.  Þær jurtir sem Pure Natura nýtir vaxa villtar og eru margar þeirra þekktar lækningajurtir sem byggja á aldagömlum hefðum. Fyrirtækið hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu sínu starfi og gengur því aldrei nærri náttúrunni, heldur leggur sig fram um að ganga ávallt í takt við hana.

Vörur Pure Natura innihalda engin aukaefni eða fylliefni. Þú getur því treyst því að einungis það sem fram kemur á umbúðum er sett í vörur okkar og ekkert annað!

 

Ef einhverjar spurningar vakna um fyrirtækið eða vörur okkar, þá endilega hafðu samband:

 

Pure Natura ehf.
Sauðárkrókur
Ísland

info@purenatura.is

Tel: +354-8233231

Skrá á biðlista Við munum tilkynna þér um leið og varan verður aftur fáanleg! Vinsalegast fylltu inn netfang hér að neðan.
0

Your Cart