Hrein íslensk ofurfæða – Vörurnar frá Pure Natura

LIVER

LIVER inniheldur hreina íslenska lambalifur sem er hlutfallslega ein næringarríkasta fæða sem völ er á, sannkölluð ofurfæða. Öll næringarefnin eru á formi sem líkaminn nýtir einstaklega vel.

Vítamín og steinefni í LIVER stuðla að aukinni skerpu, draga úr þreytu og sleni og gefa húð og hári aukin lit. Lifur er ein besta uppspretta A og B-vítamína auk þess að innihalda önnur vítamín, stein- og snefilefni svo sem selen og króm.

Í LIVER frá Pure Natura er að finna K og E vítamín, kalíum, magnesíum, fosfór og mangan. Hún er einnig sérlega járn- og koparrík, en kopar gefur hárinu og húðinni lit auk þess að verja frumur líkamans fyrir áhrifum sindurefna. Þá inniheldur hún andoxunarefnið Q10, mikilvægar fitusýrur (EPA, DHA & AA) og hágæða prótein.

BALANCE

BALANCE er sérhönnuð blanda til að styðja við hjarta- og æðakerfi, hvatberavirkni, efnaskipti og orku og samanstendur af íslenskum lambahjörtum og villijurtum, vallhumal, baldursbrá, burnirót og birki.

Blandan inniheldur öll þau næringarefni sem er að finna í okkar eigin hjartavöðva, rík af Co-ensím Q10 auk amínósýranna Taurine og Lysine en einnig kollagen og elastín sem nauðsynleg eru m.a. fyrir heilbrigðan tengivef, liðamót og meltingarveg.

BALANCE inniheldur mikið af B12 vítamíni, sem stuðlar að eðlilegum efnaskiptum homocystein, eðlilegri myndun rauðra blóðkorna, dregur úr þreytu og sleni og styrkir ónæmiskerfið. Blandan inniheldur: íslensk lambahjörtu, vallhumal, baldursbrá, burnirót og birki.

DETOX

DETOX er einstök blanda sem inniheldur lambalifur úr íslenskum lömbum og villtar íslenskar jurtir.

Blandan inniheldur mikið magn auðnýtanlegra næringarefna sem stuðla að heilbrigðri lifrarstarfsemi. Einnig eru sérvaldar handtýndar villtar jurtir eins og birki, fíflarót og hvannafræ, þekktar fyrir jákvæð áhrif á lifur og lifrarstarfssemi.

Þegar lifrin starfar eðlilega hreinsar hún blóðið á skilvirkari hátt, vinnur betur úr skjaldkirtilshormónum og hjálpar líkamanum að starfa eðlilega.

POWER

Þessi magnaða orkusprengja er unnin úr hjörtum, lifur, burnirót og hvítlauk, en þetta er fæða sem vantar að mestu í nútíma mataræði.

Hvert hylki af þessari öflugu blöndu inniheldur gnægð nauðsynlegra næringarefna á formi sem líkaminn getur auðveldlega nýtt sér til viðhalds og orkuframleiðslu.

POWER er sérsniðin fyrir þá sem vilja hámarka árangur undir líkamlegu og andlegu álagi, eins og íþróttafólk og fólk í álagsvinnu.

MEN

MEN samanstendur af frostþurrkuðum lambaeistum og lambahjörtum ásamt jurtum, þörum og smáþörungum.

Blandan MEN er hugsuð til að styðja við æxlunarkerfi karla, auka vöðvamassa, styrk og beinþéttni ásamt því að örva kynhvöt og þrótt og hjálpa með blöðruhálskirtilsheilsu.

Jurtir á borð við brenninetlurót, ætihvannablöð, fíflablöð, astaxanthin, spánarkerfil, skógarkerfil, hrossaþara og rósmarín er einnig að finna í blöndunni MEN frá PureNatura.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart