Hin mikilvæga þrenna: D-A og K2 vítamín

Í næstu bloggum ætlum við að ræða nokkur aðal næringarefnin og vitamínin í vörum Pure Natura, tilgang þeirra og í hvaða vörum þú finnur hvað. Hið mikilvæga tríó D-A og K2 er umfjöllunarefnið í dag.
Líffæri s.s. lifur og hjörtu innihalda eitthvert mesta magn næringarefna sem finnst í matvælum, 10 -100 sinnum meira en vöðvar.
Náttúrulegt D-vítamín finnst í þeim í meira mæli en nokkurri annarri fæðu. Af allri fæðu inniheldur lifur eitthvert mesta magn A-vítamíns. K2 vítamín finnst aðallega í dýrafitu og gerjuðum mat. Þessi þrjú vitamin vinna saman að því að verja mjúkvefi frá því að kalka, næra beinin og tennurnar og stuðla að vexti barna.
Besta leiðin til að fá þessi vitamin saman er með neyslu líffæra (innmatar), þorskalýsis, feits fisks, fitu grasfóðraðra lamba , neyslu litskrúðugs grænmetis og gerjaðs (sýrðs) hráefnis úr jurtaríkinu.
Fái maður ríkulegt magn þessara vítamína saman, gerir það hverju og einu þeirra kleift að sinna líffræðilegu hlutverki sínu á öruggan og áhrifaríkan hátt.

Fitu-leysanlegir virkjarar

Vítamín A, D og K þjóna sem hvatar fyrir upptöku steinefna og án þeirra, getur líkaminn ekki nýtt sér steinefni, skiptir þá ekki máli hversu mikið magn era f þeim í mataræði þínu.

D-vítamín
Mikið hefur verið rætt og ritað um mikilvægti D-vítamíns og með hverju árinu sem líður lengist stöðugt listinn yfir kosti þess.
Svo nefndir séu nokkrir þá er D-vítamín nauðsynlegt fyrir upptöku steinefna, heilbrigði beina, eðlilega starfsemi taugakerfisins, vöðvaspennu, kynheilbrigði, insúlínframleiðslu, fyrirbyggjandi gegn þunglyndi og hverri tegund langvarandiveikinda frá krabbameini til hjartasjúkdóma.

A-vítamín
Það finnst í miklu magni líffærum grasbíta sem fóðraðir eru á grasi (ekki korni). Karótín og er sú gerð A-vítamíns sem fæst úr plöntum og þarf líkaminn first að breyta því á annað form til að það nýtist. Virkjað A-vítamín fæst úr dýraafurðum og nýtist líkamanum beint á því formi sem það er í.
A-vítamín er hvati sem er nauðsynlegur fyrir marga lífeðlisfræðilega ferla. Það er mikilvægt til að fyrirbyggja fæðingargalla, koma í veg fyrir sýkingar, fyrir hórmónaframleiðslu, eðlilega skjaldkirtilsstarfssemi, góða meltingu, sjón og heilbrigði beina og blóðs. Án þess getur líkaminn ekki nýtt sér eggjahvítu, steinefni og vatnsleysanleg vitamin. A-vítamín er einnig andoxunarefni sem verndar þig fyrir mengun, sindurefnum og krabbameini. Best er að fá A-vítamín úr náttúrulegum uppsprettum eins og gulu smjöri, eggjarauðu og líffæra-kjöt.

K2 Vítamín
Á undanförnum árum hefur aukinn áhugi beinst að K2 vítamíni. Hlutverk þess í blóðstorknun hefur verið þekkt um langt skeið, en þó er það enn eitt af þeim næringarefnum sem hvað minnst er vitað um af heilbrigðismenntuðu fólki og almenningi.
Nýlegar rannsóknir benda til að þetta vitamin sé mjög mikilvægt næringarefni fyrir heilsu manna og að flestir íbúar vesturlanda búi við skort á því.
Nú er vitað að K2 vítamín gerir A-og D-vítamínum kleift að starfa. Það er einnig mikilvægt fyrir kalk dreifingu og gerir líkamanum kleift að nýta það á réttan hátt þannig að kalk setjist ekki þar sem það á ekki að vera. Án K2 flyst ekki kalkið úr æðunum í beinin heldur sest þar og heitir það æðakölkun.
Nýlegar rannsóknir benda einnig til þess að það komi í veg fyrir bólgur, sé mikil hjálp fyrir þá sem þjást af liðagigt, geti dregið verulega úr hættu á krabbameini í blöðruhálskirtli, tryggi heilbrigði húðar, styrki heilastarfsemina og styðji vöxt og þroska.
K2-vítamín er framleitt af ákveðnum bakteríum og aðal uppspretta þess úr fæði eru gerjuð matvæli eins og natto og ákveðnar tegundir af ostum s.s Gouda og Brie.
Sakir þess hversu nýlega þetta vitamin fór að njóta athygli, eru því miður eru ekki til nákvæm gildi fyrir önnur matvæli sem líkleg eru til að innihalda mikið K2 vítamín (t.d.líffæri). Næringarföflur erlendis frá sýna þó að K2 er til staðar í innyflum og kirtlum sláturdýra en þyrfti að mælast sérstaklega fyrir íslensk sláturdýr og stendur það til af hálfu Pure Natura. Bris og munnvatnskirtlar, æxlunarfæri, heili, brjósk og mögulega nýru, ásamt beinum og beinmerg eru líklegir K2 vítamín gjafar. Auk þess er ekki ósennilegt að íslenskur súrmatur innihaldi K2 vítamín í töluverðu magni.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að gildi allra þessara næringarefna veltur á því að sláturdýrið hafi verið alið á eðlilegan og náttúrulegan hátt. Það er einnig ástæða þess að við hjá Pure Natura leggjum áherslu á að nota einungis hráefni úr íslensku lambi í vörur okkar, sjá hér:

“Mikilvægt hlutverk fituleysanlegu vitamína og mikið magn þeirra í mataræði heilbrigðra frumbyggja staðfesta þýðingu þess að fóðra sláturdýrin á grænu grasi. Ef bústofninn fær ekki það fóður vantar A og K vitamin að stórum hluta í fitu dýranna, líffæri, mjólkurfitu og eggjarauðu og ef skepnurnar alast ekki upp við sólarljós vantar D-vítamín að mestu í þennan mat. “ (Weston A.Price Foundation)

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart