Glútaþíon – Meistari andoxunarefnanna

Hin síðari ár hefur athygli fólks bæði innan læknastéttar og óhefðbundna heilsugeirans beinst að efninu GLÚTAÞÍON.  Gríðarlegur fjöldi rýndra vísindagreina er til um þetta efni og sérfræðingar hafa verið að átta sig á að allt of stór hluti fólks býr við skort. En hvað er glútaþíon og hvað er svona merkilegt við það ? Hér á eftir verður stiklað á stóru hvað varðar þetta merkilega efni, hvað það gerir fyrir fólk, hvernig hægt er að auka magn þess, skortseinkenni og afleiðingar hans. Þó fólk lesi ekki nema eina heilsutengda grein um ævina ætti það að lesa þessa og tileinka sér innihaldið, því hún skiptir virkilega máli!

 

Algerlega ómissandi

Glútaþíon finnst inni í hverri einustu frumu líkamans, þar sem það vinnur sem andoxunarefni, ónæmishvati og afeitrari.  Það er búið til úr þremur amínósýrum: L-cystein, L-glútamín sýru og glýsín og kemur í veg fyrir frumuskemmdir, hlutleysir sindurefni og gerir þau skaðlaus, er nauðsynlegur þáttur í orkunýtingu og kemur í veg fyrir sjúkdóma sem tengjast öldrun. Glútaþíon er algerlega ómissandi og skortur á því helst í hendur við heilsuleysi, svo mjög að í raun er heilsa þín undir magni glútaþíons í líkamanum komin. Sérfræðingar í langlífi telja að nægjanlegt magn glútaþíons sé slíkt lykilatriði fyrir heilsu okkar að magn þess í frumunum ráði langlífi fólks.

 

Við búum það til sjálf

Það er óhætt að kalla Glútaþíon meistara meðal andoxunarefna, því það er nauðsynlegt til að önnur öflug andoxunarefni t.d. C-vítamín, E, selen og karótenóíð nýtist í líkamanum. Þau andoxunarefni fær líkaminn í gegnum fæðuna en því er öðruvísi farið með glútaþíon, því heilbrigður og vel nærður líkami býr það til sjálfur í lifrinni úr ákv. hráefnum sem við fáum úr mat. Inntaka þess á bætiefnaformi hefur ekki reynst heppileg aðferð til að hækka magn þess í líkamanum því það tekst illa upp í meltingarvegi og besta leiðin til að hækka mörkin er að neyta nægjanlegs magns þeirrar fæðu sem inniheldur þau hráefni sem líkaminn býr glútaþíon til úr.  Og það er til mikils að vinna, því með því að hækka magn Glútaþíons inni í frumunum eykst líka orkan, ónæmiskerfið styrkist, bólgur minnka, árangur í íþróttum eykst, líkaminn á betra með að losa sig við eiturefni og úrgang, líkamsfrumurnar eiga auðveldara með að halda sér við og lagfæra skemmdir og það hægir á öldrun.

Glútaþíon skortur; einkenni og afleiðingar

Það eru ýmsar ástæður sem geta orðið þess valdandi að magn glútaþíons minnkar í líkamanum, þar með talin mengun og eiturefni frá umhverfinu, lyf, slæmar lífstílsvenjur og mataræði. En það er einnig ýmislegt annað svosem stress, líkamleg og andleg áföll, sýkingar, aldur, ofnotkun sýklalyfja, ofdrykkja, erfðabreytt matvæli, reykingar og geislun (t.d. vegna krabbameinsmeðferðar) sem hafa þar áhrif.

Skortur getur verið mikill, meðal eða lítill og einkenni og heilsufarslegar afleiðingar til samræmis við það. Til að nefna dæmi þá geta blóðleysi, tíðar sýkingar og sjúkdómar vegna vandamála sem eiga upptök sín í heilanum öll verið einkenni glútaþíon-skorts.

Eftir því sem fólk eldist minnkar geta líkamans til framleiðslu á glútaþíoni. Neðantaldir sjúkdómar og vanheilsa hafa öll verið tengd skorti á framleiðslu þess:

* Aldurstengdir sjúkdómar svo sem Alzheimer´s og Parkinson´s

* Hjartasjúkdómar og sjálfsónæmissjúkdómar ý.k.

* Liðagigt, astmi og aðrir bólgusjúkdómar/ástand

* Krabbamein

* Sykursýki

* AIDS/HIV

* Ófrjósemi

* Vanstarfhæfni hvatbera í frumum (þeir sjá um orkuframleiðslu)

* Þreyta og vöðvaslappleiki

 

Hvernig hækkar fólk magn glútaþíons ?

Og þá er það stóra spurningin; úr  hvaða hráefni býr líkaminn til Glútaþíon og hvernig er hægt að auka framleiðslu og birgðir þess í líkamanum?  Hér á eftir kemur upptalning á nokkrum góðum fæðutegundum og aðferðum til að auka magn glútaþíons á náttúrulegan hátt. Athugið að glútaþíón skemmist við hitun/suðu og því skiptir máli hvernig matvaran er meðhöndluð fyrir notkun:

 

 1. Rautt kjöt og innmatur – sérstaklega lifur, innihelda Alfa lípósýru, sem sýnt hefur verið fram á að hjálpar til við tilbúning Glútaþíons. Fyrir þá sem ekki vilja neyta innmatar er algerlega frábær lausn að taka inn frostþurrkaða, malaða lifur í hylkjum eins og þau sem framleidd eru af Pure Natura – þar sem öll efni skila sér óhituð og óskemmd til neytandans án þess að hann þurfi að finna bragð, lykt eða áferð. Lifur inniheldur mörg önnur efni nauðsynleg til framleiðslu glútaþíons t.d. öll B-vítamínin, Selen, C og D-, E-vítamín á náttúrulegu og auðnýtanlegu formi.
 2. Metýlernig næringarefni (B6, B9, B12 og bíotín). Hugsanlega eru þessi efni mikilvægust til að líkaminn viðhaldi glútaþíon framleiðslu og þau þarf að taka inn í mat eða bætiefnum.
 3. Hágæða mysuprótín inniheldur mikið magn náttúrulegra forstigsefna Glútaþíóns. Athugið þó að ekki er allt mysuprótín framleitt á sama hátt og gæði mjólkurinnar sem mysan er unnið úr er allavega. Best er ósykrað, kaldunnið mysuprótín úr mjólk kúa sem fóðraðar eru á grasi/heyi.
 4. Hrá mjólk og hrá egg auka Glútaþíonframleiðslu en við gerilsneyðingu eyðileggst hins vegar þessi þáttur.
 5. Ferskir ávextir og grænmeti laus við eiturefni hverskonar innihalda næringu sem líkaminn getur nýtt til Glútaþíon framleiðslu. Brennisteinsríkt grænmeti svosem hvítlaukur, laukur, steinselja, mjólkurþistill og ý.k.káltegundir,  avacado, tómatar ofl. eru þar fremst í flokki.   Glútaþíonmagn minnkar um 30-60% við suðu og er ekki til staðar í niðursoðnum matvörum.
 6. Túrmerik inniheldur efnið curcumin sem t.d. er þekkt af andoxandi og bakteríudrepandi eiginleikum. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að curcumin geti verið gagnlegt til að efla umbrot Glútaþíons – það er því engin spurning að nýta það sem mest til matargerðar eða taka inn sem bætiefni á töfluformi. Passa eins og áður uppá upprunann, nota lífrænt og laust við aukaefni, fylliefni og eitur.
 7. Heilbrigð hreyfing og líkamsrækt í hæfilegu magni fyrir hvern og einn eykur glútaþíonframleiðslu. Ofþjálfun og of erfiðar æfingar geta hins vegar leitt til skaða á frumum og framleiðslu sindurefna, svo hér gildir að finna jafnvægi, æfa skynsamlega og passa upp á hvíld og bata, hafi orðið skaði.
 8. Streitustjórnun er gríðarlega mikilvægur þáttur til viðhalds góðs glútaþíonmagns í líkamanum. Viðvarandi lágstemmd streita er ein aðal ástæða þess að glútaþíon tapast úr líkamanum. Þegar talað er um streitu tengja það flestir persónulegri upplifun einstaklings t.d. vegna fjölskyldu eða starfs en streita getur líka orsakast af ýmsum öðrum sökum. Viðvarnandi nálægð við óæskileg efni s.s. myglu og önnur eiturefni, geislun, slæmt mataræði, lyf ofl.orsakar streitu í líkamanum sem veldur tapi á glútaþíóni. Eitt stærsta skref sem hver einstaklingur getur gert til að viðhalda og auka magn glútaþíóns hjá sér og bæta þannig heilsu sína og vellíðan er að minnka hvers konar streitu í lífi sínu.

 

Bætiefni frá Pure Natura

Eins og áður kemur lambalifur sterk inn sem alhliða fæðuuppbót fyrir fólk á öllum aldri. Það hefur ítrekað komið fram hjá okkur hérna á síðunni hversu gríðarlega mikla og góða næringu hún inniheldur og í tengslum við aukningu og viðhald glútaþíons er lifur einhver besta fæða sem völ er á. Frostþurrkun og mildar vinnsluaðferðir skila hráefnunum til neytandans á formi sem gefur hámarksnýtingu og upptöku og árangurinn lætur yfirleitt ekki á sér standa.

Lambalifur er ofurfæða í öllum skilningi þess orðs og hjá Pure Natura er hægt að fá hana hreina eða blandaða með ýmsum jurtum eftir smekk og þörfum hvers og eins. Njóttu þess besta sem íslensk náttúra hefur uppá á bjóða og veldu heilsueflandi vörur úr íslenskri sveit.

 

Heimildir:

 

 1. https://blog.radiantlifecatalog.com/bid/62226/7-Ways-to-Boost-Your-Glutathione-raw-foods-vital-whey-and-more
 2. https://draxe.com/nutrition/glutathione/
 3. https://blog.radiantlifecatalog.com/bid/39522/What-is-Glutathione-and-why-do-we-need-it
 4. https://www.facebook.com/120691944612296/posts/514826648532155/
 5. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5122
 6. https://www.prohealth.com/library/glutathione-master-antioxidant-body-needs-81424
 7. https://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2010/04/10/can-you-use-food-to-increase-glutathione-instead-of-supplements.aspx?x_cid=20150813_ranart_can-you-use-food-to-increase-glutathione-instead-of-supplements_facebookdoc&fbclid=IwAR2b-q0YOiApNNEwKyJrpPGRyNPTESMr6frCc9K7wLZVaUYwVemFhY7MOPQ
 8. https://coremedscience.com/blogs/wellness/glutathione-3a-14-benefits-of-the-master-antioxidant-plus-diet-26-supplements
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart