Burnirótin er planta af Crassuaceae ætt, einnig þekkt sem Golden root & Artic root og af sumum jafnvel kölluð Ginseng norðursins. Hún vex í köldu, norðlægu loftslagi og finnst víða í norðanverðri Evrópu, Asíu og Alaska sem og annarsstaðar á norðurslóðum. Burnirnótin hefur verið notuð til lækninga í þúsundir ára, vegna mikils styrk lífrænna efnasambanda, s.s fenóla, alkalóíða, flavonoids, og kínon. Burnirótin inniheldur rosavin, rosarin og Rósín. Rót plöntunnar er notuð til manneldis.
Talið er að Burnirót auki heildar-viðnám líkamans og hjálpi til við að halda líkamsstarfsseminni í jafnvægi. Rússneskir vísindamenn hafa rannsakað Burnirótina mikið og telja hana innihalda öflugt adaptogen. Adaptogen eru náttúruleg efni sem finnast aðeins í nokkrum sjaldgæfum plöntum og jurtum. Þau veita líkamanum sérstök næringarefni sem hjálpa honum að hámarka árangur andlegrar og líkamlegrar vinnu, ásamt því að auka mótstöðu gegn álagi til komnu af óæskilegum efnum-, sýklum- og líkamlegri streitu.
Burnirót örvar og styrkir taugakerfið, minnkar þunglyndi, bætir minnið, styttir batatíma eftir líkamlegar æfingar og álag, bætir vinnuafköst, styrkir ónæmiskerfið, stuðlar að þyngdartapi, eykur kynhvöt, bætir orkubúskapinn, eyðir þreytu og ýtir undir starfssemi skjaldkirtils. Rótin er talin góð fyrir fólk með hjartasjúkdóma, s.s. óreglulegan hjartslátt og hátt kólesteról.
Dýratilraun sem gerð var í Kaliforníu sýndi að burnirót lengdi líftíma þeirra um 24%.
Hjá Pure Natura notum við Burnirót sem væga örvun í Pure Heart, Pure Power & Pure Man (væntanleg vara) til að ná fram hámarksárangri líkamlega og andlega, jafnvægi og vellíðan.
Heimildir:
1.