B12 og mikilvægi þess fyrir heilsu þína

B12 vítamín er þekkt sem orku-vítamín og hefur veruleg áhrif á heilsuna, þar sem það spilar inní alla þætti þess hvernig líkaminn þinn starfar.
Nýlegar rannsóknir sýna að einn af hverjum fjórum fullorðnum Bandaríkjamönnum skortir B12 vítamín og næstum helmingur íbúa hefur ófullnægjandi magn þess í blóði. Þetta getur gerst ef skortur er á vítamíninu í mataræði þínu eða vegna vangetu meltingarkerfisins við að frásoga það úr fæðunni sem neytt er.

Erfitt getur verið að greina skort þessa vitamins, sérstaklega í ljósi þess hversu algeng einkenni B12 vítamínskorts geta verið, t.d. þreyta og einbeitingarskortur. Vegna margvíslegra hlutverka efnisins innan líkamans, getur skortur komið fram í mismunandi einkennum, sem sum hver eru mjög áberandi á meðan önnur eru það ekki. Lítilsháttar skortur á B-12 getur leitt til blóðleysis, þreytu, oflætis (mania) og þunglyndis, en langtíma skortur getur valdið varanlegum skemmdum á heila og miðtaugakerfi.
Langvarandi þreyta, lyndisraskanir svo sem þunglyndi og viðvarandi stress eða tilfinning fyrir að vera útkeyrður gætu gefið til kynna að þú sért með skort á B12 vítamíni.
Hið sama gildir um máttleysi í vöðvum, orkuleysi, náladofa í útlimum, andlegan óskýrleika (fogginess), minnistruflanir, skapsveiflur og tilfinningu um sinnuleysi og áhugaleysi.
Á hinn bóginn getur B12 skortur verið falinn og jafnvel ekki orðið vart fyrr en eftir nokkur ár, þrátt fyrir að vera til staðar.

Dýraafurðir eru besta uppspretta B12 vítamíns, þ.m.t. lífrænar mjólkurvörur úr grasfóðruðum gripum, egg úr frjálsum hænum, grasfóðrað kjöt, villtur fiskur, lífrænt alifuglakjöt og innmatur. Lifur er frábær uppspretta af vel upptakanlegu B12 vítamíni.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart