B-vítamín hópurinn

Þau vinna saman eða ein og sér í hverri einustu frumu við að framkvæma mörg mismunandi verkefni.
B-vítamín hópurinn inniheldur Þíamín (B1), Riboflavin (B2), Níasín(B-3), Fólat (einnig kallað fólinsýra), Pantóþensýru (B-5), Pýridoxín (B-6), B-12-vítamín, Bíótín, Kólín, Inósitol og Para-Aminobensósýru (PABA).
Hlutverk þeirra eru eins og áður segir mörg og fjölbreytt t.d. að viðhalda heilbrigði taugakerfis, húðar, hárs, augna og munns, sem og réttri vöðvaspennu í meltingarveginum. Þau eru nauðsynleg til að líkaminn geti losað orku, sem hann fær úr kolvetnum, próteini og fitu.
Þau aðstoða einnig eðlilega virkni heilans og eru talin geta verið gagnleg til að lina þunglyndi eða kvíða. Vöntun á einu B-vítamíni bendir oft til skorts á öðru þar sem þau reiða sig á hvet annað við útskilnað og frásog.
Þau virðast vera gagnleg til að sporna gegn hægfara heilarýrnun, með því að lækka magn aminosýrunnar hómócysteins, sem hefur verið tengt við rýrnun heilans og aukna hættu á Alzheimers. Það eru sérstaklega Fólat, B-6 og B-12 sem talin eru gera gagn í þessu samhengi. Aukin þéttni hómócysteins er einnig tengt aukinni hættu á æðaþrengslum og hjartaáfalli.
B-vítamín (nema B2) eyðileggjast auðveldlega við matreiðslu og líkaminn geymir þessi vitamin ekki, svo það er mikilvægt að fá þau daglega á auðupptakanlegu formi gegnum rétt mataræði.
Eldra fólki er mjög mikilvægt að fá nægjanlegt B-vítamín, vegna þess að að þau frásogast ver eftir því sem við eldumst og því aukin hætta á skorti.
Ákv. matvæli eru sérstaklega góðar uppsprettur eins ákveðins B-vítamíns á meðan önnur matvæli innihalda nokkur B-vítamín.
Innmatur er einhver besta uppspretta B-vítamínhópsins sem finnst, með lifur efst á þeim lista.
Uppistaðan í fyrstu fjórum blöndum Pure Natura er lifur, með og án annars innmatar og heilsujurta.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart