Astaxanthin – öflugasti náttúrulegi andoxarinn

Náttúrulegt Astaxanthin finnst aðallega í smáþörungar og í sjávardýrum s.s. rækju, humri, laxi ofl. Spendýr eru ekki fær um að framleiða astaxanthin en geta fengið það með því að éta þau dýr og þörunga sem framleiða það. Astaxanthin er fituleysanlegt litarefni, dökk ryðrautt á litinn og gefur skel rækjunnar og humarsins sem og vefjum villtra laxa, sjógengins silungs og fiðri flamengo-fuglsins rauðan og bleikan lit. Það tilheyrir hópi efna sem kallast karótenóíð.
Það var á 18.öld sem smáþörungurinn Haematoccus pluvialis var uppgötvaður en það var þó ekki fyrr en um miðja 20.öldina sem astaxanthin sem hann framleiðir uppgötvaðist. Svo var það er ekki fyrr en nú tiltölulega nýlega sem menn vissu hversu öflugur andoxari astaxanthin er, en hin síðari ár hafa verið gerðar gríðarmiklar rannsóknir á því og mögulegum heilsufarslegum ávinningi af inntöku þess. Árlega birtast um 100 nýjar rannsóknir þessu tengdar og nú þegar hafa verið birtar um 1000 slíkar.

Astaxanthin verður til við það að þörungarnir sem það framleiða upplifa erfiðar aðstæður og streitu frá umhverfinu. Það getur verið sólarljós eða vöntun á því, næringarskortur, breyting á hitastig ofl. Sér til varnar gegn ástandinu framleiða þeir þá astaxanthin, sem er andoxari og ver þá fyrir streituvaldinum.
En hvað þýðir það fyrir okkur ef efni er andoxari og hvaða heilsubætandi áhrif getur það haft að neyta slikra efna? Skv. þeim upplýsingum sem finna má um andoxunarefni á netinu t.d. í heimildunum hér að neðan, er stutta útgáfan af þessu svari: að astaxantin ver líkamann fyrir öldrun og sliti. Það gerist þannig að andoxunarefni berjast gegn oxunarferli og oxunarálagi af völdum sindurefna, sem leiða með tímanum til niðurbrots frumna og vefjaskemmda. Neysla Astaxanthin minnkar oxun og hjálpar til við að lagfæra skemmdir. Ólík líffæri og líffærakerfi s.s. húð, sinar, augu, tauga- og hjarta- og æðakerfi, eru öll móttækileg fyrir Astaxanthin, sem gerir það að mjög breiðvirku andoxunarefni.

Til eru tvær gerðir Astaxanthins; annarsvegar náttúrulegt þ.e. það sem finnst í fiski og þörungum og hins vegar tilbúið, sem unnið er úr jarðolíu. Tilbúið Astaxanthin hefur einungis um þriðjung af andoxunarvirkni náttúrulegs Astaxanthins. Í vöruna Pure Natura Karlar notum við að sjálfsögðu náttúrulega formið, áðurnefndan ferskvatnssmáþörung Haematococcus Pluvialis , sem einnig inniheldur mikið af omega-3 fitusýrum og er ræktaður með sjálfbærum hætti í lokuðu kerfi undir eftirliti sérfræðinga á Íslandi.

Sakir eiginleika sinna hefur Astaxanthin verið nefnt hið fullkomna næringarefni til að bæja frá öldrun og leynivopn íþróttamannsins. Við erum mjög meðvitaðar um þetta þegar við veljum það sem eitt af innihaldsefnunum í karlablönduna ,,Pure Natura Karlar” því það var aldrei ætlunin að búa til annað en súper gott bætiefni fyrir karlana okkar. Við erum að sækjast eftir andoxunarvirkni efnisins og jákvæðum áhrifum þess á líkamskerfið í heild sinni þ.e. ónæmis-, hjarta- og æðakerfi, liðamót, sinar, vöðva, húð, heila- og taugar, augu og fleira. Bólguhemjandi virkni, góð áhrif á efnaskipti sykurs, meltingarvegar, öndun og frjósemi. Ekki slæmt !
Trjónandi á toppnum sem andoxunarefni og sem kóngurinn í ríki karotenóíða á Astaxanthin svo sannarlega erindi við karlana okkar.

Heimildir:
1.

2.

3.

4.

5.

6.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0
0

Your Cart